25. mar. 2011

Fundur með íbúum Arnarness

Skipulagsnefnd Garðabæjar boðar hér með til fundar með íbúum í Arnarnesi.
  • Séð yfir Garðabæ

Skipulagsnefnd Garðabæjar boðar til fundar með íbúum í Arnarnesi.

Á fundinum verður vinna við gerð deiliskipulags núverandi byggðar kynnt og fundarmönnum gefinn kostur á að tjá sig um skipulagsmál svæðisins. Í samræmi við skipulagslög verða forsendur deiliskipulagsvinnunnar kynntar og þær áherslur sem skipulagsnefnd vill leggja til grundvallar.

Fundurinn verður haldinn í Sjálandsskóla fimmtudaginn 31. mars nk. klukkan 17.30 til 19.00.

Við hvetjum íbúa til þess að mæta á fundinn og taka þátt í mótun tillögunnar.

F.h. skipulagsnefndar Garðabæjar
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri