18. mar. 2011

Auglýst eftir skólastjóra

Garðabær hefur auglýst starf skólastjóra Flataskóla laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 3. apríl. Í vetur hefur verið unnið að því að kanna hugsanlegan ávinning af því að sameina Flataskóla og Garðaskóla.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær hefur auglýst starf skólastjóra Flataskóla laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 3. apríl.


Í vetur hefur verið unnið að því að kanna hugsanlegan ávinning af því að sameina Flataskóla og Garðaskóla. Haraldur Finnsson, fyrrverandi skólastjóri var ráðinn til að gera skoða skólastarfið og gera úttekt á hugsanlegum faglegum og rekstarlegum ávinningi þess að sameina skólana tvo. Einnig var myndaður skoðunarhópur sem vann með ráðgjafanum. Hópurinn var skipaður báðum skólastjórum skólanna ásamt deildarstjóra skóladeildar og forstöðumanni fræðslu‐ og menningarsviðs. Verkefni hópsins var að draga fram hugmyndir um hvernig megi efla faglegt starf skólanna með tengingum og samstarfi milli árganga sem og nýtingu á mannauði, húsnæði o.fl. óháð aldursflokkum.


Niðurstaða hópsins var að leggja ekki til sameiningu skólanna heldur að lögð yrði aukin áhersla á samstarf þeirra.


Í skýrslu Haraldar Finnssonar um úttekt sína setur hann fram tillögu í þremur liðum: 

  • Áhersla verði lögð á aukið samstarf skólanna, einkum varðandi kennslu faggreina. Fagstjórar í báðum skólum gegni þar auknu hlutverki og það nái einnig til annarra skóla í sveitarfélaginu.
  • Hagkvæmni þess að kennarar og annað starfsfólk vinni að einhverju marki í báðum skólunum, ef þeir halda áfram sem aðskildar stofnanir, verði skoðað vandlega fyrir hvert skólaár.
  • Skólastjórar, í nánu samstarfi við skólaskrifstofu Garðabæjar, taki að sér veigameira hlutverk við að samhæfa skólastarf í sveitarfélaginu og leiði aukið samstarf skólanna bæði faglega og rekstrarlega.

Skýrsla Haraldar Finnssonar um Flataskóla og Garðaskóla.