11. mar. 2011

Vel heppnuð Góugleði

Kvennakór Garðabæjar stóð fyrir ,,Góugleði" fimmtudagskvöldið 3. mars sl. í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Þetta var sannkölluð menningarveisla og fjölmargir listamenn sem tóku þátt. Halla Margrét Jóhannesdóttir leikkona og fyrrum Garðbæingur
  • Séð yfir Garðabæ

Kvennakór Garðabæjar stóð fyrir ,,Góugleði" fimmtudagskvöldið 3. mars sl. í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.  Þetta var sannkölluð menningarveisla og fjölmargir listamenn sem tóku þátt.  Halla Margrét Jóhannesdóttir leikkona og fyrrum Garðbæingur var í hlutverki veislustjóra og kynnti dagskrána þetta kvöld.  Meðal þeirra sem komu fram voru Ingrid Kuhlman sem flutti hugvekju um jákvætt lífsviðhorf,  Agnar Már Magnússon jazzpíanóleikari og bæjarlistamaður Garðabæjar flutti vel valin lög og síðast en ekki síst söng Kvennakór Garðabæjar undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur.

 

Framundan er heilmikil dagskrá hjá kórnum, þátttaka í kóramóti kvenna á Selfossi og vortónleikar í maí.  Á heimasíðu Kvennakórsins má sjá heilmiklan fróðleik, www.kvennakor.is,  og nýverið auglýsti kórinn eftir konum til að taka þátt í kórastarfinu.