9. mar. 2011

Gönguskíðabraut á golfvellinum

Búið er að troða gönguskíðabraut á golfvelli GKG. Tilvalið er fyrir alla að bregða sér á gönguskíði í Garðabæ á meðan snjórinn endist.
  • Séð yfir Garðabæ

Búið er að troða gönguskíðabraut á golfvelli GKG í Vetrarmýri. Það voru starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Garðabæjar og GKG ásamt Dráttarbílum sem sameinuðust í þessu verkefni. Brautin er um 2,5 km að lengd og byrjar við áhaldahúsið. 

Tilvalið er fyrir alla að nýta aðstöðuna og bregða sér á gönguskíði í Garðabæ. Brautin verður opin eins lengi og veður leyfir.