3. mar. 2011

Hæðarból 20 ára

Haldið var upp á 20 ára afmæli leikskólans Hæðarbóls í vikunni en ráðgert er að halda formlega afmælisveislu með opnu húsi í maí.
  • Séð yfir Garðabæ

Haldið var upp á 20 ára afmæli leikskólans Hæðarbóls í vikunni en ráðgert er að halda formlega afmælisveislu með opnu húsi í maí.

Boðið var upp á lambalæri og súkkulaðiköku með rjóma, haldinn var dansleikur og dönsuðu börnin af hjartans list.

Skólinn var skreyttur hátt og lágt með tilvísun í agastefu skólans „Uppeldi til ábyrgðar“
og kaffistofa starfsmanna prýdd með ljósmyndum frá upphafsárum skólans.

Þrettán af sextán starfsmönnum Hæðarbóls hafa starfað við skólann í 15 ár eða lengur og voru þeir heiðraðir ásamt öðrum starfsmönnum í tilefni afmælisins. Starfsmönnum voru færðar góðar gjafir sem fyrirtæki í Garðabæ gáfu af þessu tilefni. Einnig var haldið happdrætti þar sem vinningarnir komu frá öðrum góðum fyrirtækjum í bænum. Foreldrafélag skólans færði skólanum blómvönd og peningagjöf að upphæð krónur 20.000.

Yfirmenn skólaskrifstofu Garðabæjar komu einnig færandi hendi með blómvönd og leikskólastjórar Leikskóla Garðabæjar færðu skólanum veglegt matarstell o.fl til að lífga upp á starfsmannaveislur í skólanum.

Á vef Hæðarbóls er sagt nánar frá afmælisveislunni.

Frá 20 ára afmæli Hæðarbóls í mars 2011