28. feb. 2011

Stjarnan bikarmeistari

Lið Stjörnunnar varð um helgina bikarmeistari í 1. þrepi kvenna í áhaldafimleikum. Liðið skipuðu þær Guðrún Georgsdóttir, Harpa Guðrún Hreinsdóttir og Hrafnhildur Magney Gunnarsdóttir.
  • Séð yfir Garðabæ

Lið Stjörnunnar varð um helgina bikarmeistari í 1. þrepi kvenna í áhaldafimleikum. Liðið skipuðu þær Guðrún Georgsdóttir, Harpa Guðrún
Hreinsdóttir og Hrafnhildur Magney Gunnarsdóttir.

Stjarnan sigraði lið Gerplu með einungis 0,167 stigum en heildarstig Stjörnunnar voru 123,767.

Tíu ár eru liðin síðan Stjarnan varð bikarmeistari í þrepum Íslenska fimleikastigans en alls hefur Stjarnan hampað bikarmeistaratitli í þrepunum þrisvar. Fyrst var það árið 1998 í 4. þrepi, þá 2001 í 1. þrepi og nú aftur 10 árum síðar í 1. og jafnframt erfiðasta þrepi Íslenska fimleikastigans.

Stjarnan átti einnig lið í 3. og 5. þrepi og hafnaði þar í 5. og 6. sæti.