18. feb. 2011

Framkvæmdir við Sjálandslónið

Botn lónsins í Sjálandi var orðinn hættulegur börnum á fjöru og því var ráðist í að lagfæra botninn í vikunni sem leið. Framkvæmdirnar fólust í því að leir var fjarlægður af botni Sjálandslónsins, þar hafði hann safnast innan grjótgarðsins í lóninu og skilið eftir sig drullulag
  • Séð yfir Garðabæ

Botn lónsins í Sjálandi var orðinn hættulegur börnum á fjöru og því var ráðist í að lagfæra botninn í vikunni sem leið.  Framkvæmdirnar fólust í því að leir var fjarlægður af botni Sjálandslónsins, þar hafði hann safnast innan grjótgarðsins í lóninu og skilið eftir sig drullulag sem lítil börn gátu fest sig í.

 

Botninn var hækkaður með grúsarlagi svo að þessi ekki myndist pollur eftir hverja fjöru. Eftir að botninn hafði verið hækkaður var nýju skeljasandslagi jafnað yfir allt lónssvæðið.

Næsta sumar munu sumarvinnuflokkar bera á timburstallanna og fylla skeljasand í hólfin á eftir. Svæðið mun svo jafna sig á næstu flóðum, enda stórstaumsflóð um þessar mundir.