7. feb. 2011

Vel heppnaðir tónleikar

Tónleikaröðin Kammermúsík í Garðabæ hélt áfram göngu sína á nýju ári með tónleikum þann 6. febrúar sl. í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Þóra Einarsdóttir sópran ásamt Gerrit Schuil á píanó fluttu verk eftir eftir Gabriel Fauré, Jón Ásgeirsson,
  • Séð yfir Garðabæ

Tónleikaröðin Kammermúsík í Garðabæ hélt áfram göngu sína á nýju ári með tónleikum þann 6. febrúar sl. í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.  Þóra Einarsdóttir sópran ásamt Gerrit Schuil á píanó fluttu verk eftir eftir Gabriel Fauré, Jón Ásgeirsson, Tsjaikofsky, Nicolai Rimsky-Korsakov og Rachmaninov. Húsfyllir var á tónleikunum og áhorfendur hylltu tónlistarmennina vel að loknum tónleikum.

 

Næstu tónleikar í tónleikaröðinni verða sunnudaginn 13. mars en þá stígur á svið Ágúst Ólafsson baritón. 

 


Gerrit Schuil og Þóra Einarsdóttir


Áhorfendur fjölmenntu á tónleikana sem voru haldnir í Kirkjuhvoli.