1. feb. 2011

Ánægja með frístundabílinn

Svæðisráð foreldrafélaga í grunnskólum Garðabæjar lýsir yfir mikilli ánægju með frístundabílinn og hvetur foreldra eindregið til að nýta sér þessa þjónustu fyrir tómstundir barnanna.
  • Séð yfir Garðabæ

Svæðisráð foreldrafélaga í grunnskólum Garðabæjar lýsir yfir mikilli ánægju með frístundabílinn og hvetur foreldra eindregið til að nýta sér þessa þjónustu fyrir tómstundir barnanna.

Þetta kemur fram í fundargerð svæðisráðs frá 18. janúar sl. 

Í svæðisráðinu sitja fulltrúar foreldrafélaga í Flataskóla, Garðaskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Barnaskóla Hjallastefnunnar.

Svæðisráð hittist að jafnaði fimm sinnum á starfstíma skóla og ræðir sameiginleg málefni skólanna. Tilgangur svæðisráðsins er að efla rödd foreldra sem hagsmunahóps og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum. Samstarfið auðveldar foreldrafulltrúum að vera bæjaryfirvöldum til aðstoðar og ráðuneytis um skóla- og fjölskyldumál. Svæðisráð er í samstarfi við Heimili og skóla – landssamtök foreldra.

 

Upplýsingar um svæðisráðið eru á vef Garðabæjar.