Góður sigur
Lið Garðabæjar komst áfram í 3. umferð Útsvars eftir að hafa unnið lið Dalvíkurbyggðar í spurningakeppni sjónvarpsins sl. föstudagskvöld. Í liði Garðabæjar eru þau Vilhjálmur Bjarnason, Ragnheiður Traustadóttir og Elías Karl Guðmundsson.
Lið Garðabæjar komst áfram í 3. umferð Útsvars eftir að hafa unnið lið Dalvíkurbyggðar í spurningakeppni sjónvarpsins föstudagskvöldið 28. janúar sl. Í liði Garðabæjar eru þau Vilhjálmur Bjarnason, Ragnheiður Traustadóttir og Elías Karl Guðmundsson.
Í byrjun var viðureignin mjög spennandi þar sem forystan sveiflaðist á milli liða og fyrir lokasprettinn var staðan 47-46 en í lokin fóru Garðbæingar á kostum og gjörsigruðu Dalvíkurbyggð. Lokaniðurstaðan var 89 - 47 Garðabæ í vil. Ekki er enn ljóst hverjir verða mótherjar Garðabæjar í 3. umferð. Á heimasíðu sjónvarpsins má sjá nánari upplýsingar um spurningakeppnina og þær viðureignir sem hafa átt sér stað.