Enginn meðal Jón
Heimildamynd um einn dyggasta starfsmann Garðabæjar, Jón Sveinsson, verður sýnd í Bíó Paradís um helgina
Heimildamynd um Jón Sveinsson sem hefur unnið fyrir Garðabæ í yfir 20 ár verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Flestir, ef ekki allir Garðbæingar vita hver Jón er og hann þekkir ófáa Garðbæinga með nafni.
Hann sést gjarnan á ferðinni, tínandi upp rusl af götum bæjarins með bros á vör. Hann kann vel við sig úti og lætur veðrið ekki hindra sig í að sinna starfi sínu af alúð og metnaði.
Myndin verður sýnd í kvöld, föstudag kl. 20, kl. 16 á laugardag og kl. 22 á sunnudag.
Framleiðandi og stjórnandi myndarinnar er Frosti Jón Runólfsson.
Upplýsingar um myndina á vef Bíó Paradísar (farið neðst á síðuna sem kemur upp).