21. jan. 2011

Leiðakerfi frístundabílsins

Leiðakerfi og tímatafla frístundabílsins er nú aðgengileg á vef Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Leiðakerfi og tímatafla frístundabílsins er nú aðgengileg á vef Garðabæjar.

Bíllinn keyrir á milli tómstundaheimila grunnskólanna, íþróttamannvirkja bæjarins og Tónlistarskólans kl. 14.30-17 alla virka daga. Hlutverk hans að keyra börn á milli sem sækja íþrótta- og tómstundastarf á dagvinnutíma.

Frístundabíllinn hóf akstur sl. mánudag og hafa hátt í 30 börn nýtt hann á dag, þegar mest var í vikunni. Bíllinn er opinn öllum endurgjaldslaust þessa viku og þá næstu en eftir það þurfa börnin að framvísa aðgangskorti í bílinn. Verðið er 7.500 krónur fyrir önnina.

Skráning í bílinn fer fram á Mínum Garðabæ og kortin eru afhent á skrifstofu viðkomandi skóla.

 

Leiðarkerfi frístundabílisins janúar til maí 2011