Heiðruð fyrir 25 ára starf
Öllum starfsmönnum sem starfað hafa í 25 ár eða lengur hjá Garðabæ var boðið til móttöku í Garðaholti í gær þar sem þeim var afhent bókagjöf fyrir góð störf í aldarfjórðung. Í ávarpi við þetta tilefni þakkaði Gunnar Einarsson bæjarstjóri þessum tryggu starfsmönnum fyrir störf sín í gegnum tíðina og sagði m.a. að sér reiknaðist til að þeir hefðu varið a.m.k. 45 þúsund klukkustundum í störfum fyrir Garðabæ. Gunnar sagðist líta svo á að menn yrðu betri starfsmenn með aldrinum og að starfsfólkið hefði með nærveru sinni og störfum átt drjúgan þátt í að skapa bæjarbraginn í Garðabæ.
Anna María Björnsdóttir, ung og efnileg söngkona úr Garðabæ og nemi í Tónlistarskóla FÍH tók nokkur lög fyrir gesti en meðal gesta á samkomunni voru nokkrir fyrrverandi kennarar hennar. 
Starfsmennirnir sem voru heiðraðir í móttökunni eru:
| Nafn | Stofnun | 
| Aðalbjörg Stefánsdóttir | Ásgarður | 
| Agnar W Ástráðsson | Bæjarsk | 
| Alma Hákonardóttir | Bæjarsk | 
| Anna María Bjarnadóttir | Garðask | 
| Anna Sigríður Pálsdóttir | Flatask | 
| Ásta Bára Jónsdóttir | Flatask | 
| Elín Birna Guðmundsdóttir | Flatask | 
| Guðjón Erling Friðriksson | Bæjarsk | 
| Gunnar Richardsson | Garðalundur | 
| Gústaf Jónsson | Bæjarsk | 
| Halla Hrafnkelsdóttir | Garðask | 
| Helga María Ólafsdóttir | Garðask | 
| Ingibjörg Gunnarsdóttir | Hæðarból | 
| Jóhanna Sigmundsdóttir | Ásgarður | 
| Jónína Ólafsdóttir | Ásgarður | 
| Jónína Þórarinsdóttir | Bæjarból | 
| Katrín Sæmundsdóttir | TONGAR | 
| Kristrún Böðvarsdóttir | Garðask | 
| Kristrún Sigurðardóttir | Hofsstaðask | 
| Lilja Pétursdóttir | Kirkjuból | 
| Magnús Guðjón Teitsson | Garðask | 
| Oddný Hrönn Björgvinsdóttir | Bókasafn | 
| Olga G Snorradóttir | Flatask | 
| Ólafur Ágúst Gíslason | Garðask | 
| Ragnheiður Stefánsdóttir  | Bæjarsk | 
| Sigrún Ragnarsdóttir | TONGAR | 
| Sigurður Ottósson | Áhaldahús | 
| Þorkell Jóhannsson | Garðask | 
| Þórunn Brandsdóttir | Garðask | 
| Þröstur Viðar Guðmundsson | Garðask | 
