14. jan. 2011

Íbúafundur um Garðahverfi

Miðvikudaginn 19. janúar verður haldinn kynningar- og samráðsfundur með öllum þeim sem áhuga hafa á gerð deiliskipulags fyrir Garðahverfi í Garðabæ.
  • Séð yfir Garðabæ

Miðvikudaginn 19. janúar verður haldinn kynningar- og samráðsfundur með öllum þeim sem áhuga hafa á gerð deiliskipulags fyrir Garðahverfi í Garðabæ. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Garðaholti og hefst hann kl. 17.00.

Skipulagsyfirvöld og skipulagsráðgjafar munu á fundinum kynna forsendur og markmið þeirrar deiliskipulagstillögu sem unnið er að. Að lokinni kynningu verða umræður um tillöguna, spurningum svarað og íbúum gefinn kostur á að koma með hugmyndir um útfærslu tillögunnar.

Svæðið sem skipulagstillagan nær til afmarkast af Garðavegi að norðan og landi Bala að sunnan.

Í kjölfar fundarins verður lögð lokahönd á deiliskipulagstillöguna sem lögð verður fram í skipulagsnefnd og bæjarstjórn áður en henni verður vísað til formlegrar kynningar.

Þeir sem vilja kynna sér þá tillögu sem unnið er að geta nálgast gögn á verkefnavef deiliskipulagsvinnunnar http://gardar.alta.is.