7. jan. 2011

Leiðsögn á Hönnunarsafninu

Sigga Heimis iðnhönnuður og Árdís Olgeirsdóttir sýningarstjóri bjóða upp á leiðsögn um sýninguna á verkum Siggu í Hönnunarsafni Íslands, sunnudaginn 9. janúar klukkan 14
  • Séð yfir Garðabæ

Sigga Heimis iðnhönnuður og Árdís Olgeirsdóttir sýningarstjóri bjóða upp á leiðsögn um sýninguna á verkum Siggu í Hönnunarsafni Íslands, sunnudaginn 9. janúar klukkan 14. Sigga og Árdís munu ganga um sýninguna, spjalla saman um verk Siggu og velta upp ýmsum spurningum um ábyrga umhverfisvitund í hönnun og framleiðslu.

Sigga hefur á síðustu árum átt samstarf við heimsþekkt framleiðslufyrirtæki og söfn á sviði hönnunar. Gripir hennar hafa verið fjöldaframleiddir í mörg ár og hér gefst kærkomið tækifæri til að kynnast starfi iðnhönnuðar sem vinnur í alþjóðlegu umhverfi.

Senn líður að lokum sýningarinnar og því er þetta tilvalið tækifæri fyrir áhugafólk og fagfólk í iðnaði og hönnun til að hitta Siggu og fræðast með henni um sýninguna og hönnun almennt.

 

Upplýsingar um sýninguna eru á vef Hönnunarsafnsins.