23. des. 2010

Opinn jólaskógur

Laugardag 18. desember sl. var opinn jólaskógur í Smalaholti. Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn í Görðum unnu saman að því að opna skóginn fyrir fjölskyldur bæjarins til að velja sér jólatré.
  • Séð yfir Garðabæ

Laugardag 18. desember sl. var opinn jólaskógur í Smalaholti. Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn í Görðum unnu saman að því að opna skóginn fyrir fjölskyldur bæjarins til að velja sér jólatré.

 

Skógrækt hófst í Smalaholti árið 1989 og nú er tækifæri komið til að grisja skóginn. Mikil og góð þátttaka var á laugardaginn, þar sem stórfjölskyldur komu og völdu sér jólatré og nutu saman útiveru. Þó kalt væri, var kyrrt veður og allir vel búnir til útiveru. Viðstöddum var svo boðið upp á heitt kakó og piparkökur.