14. des. 2010

Jólalegir strætisvagnar

Börn af leikskólunum Bæjarbóli, Kirkjubóli og Sjálandi eru á meðal leikskólabarna sem eiga listaverk sem prýða strætisvagna Strætó bs. nú fyrir jólin.
  • Séð yfir Garðabæ

Börn af leikskólunum Bæjarbóli, Kirkjubóli og Sjálandi eru á meðal leikskólabarna sem eiga listaverk sem prýða strætisvagna Strætó bs. nú fyrir jólin.

Verkefnið hófst með því að forsvarsmenn Strætó bs. sendu bréf til allra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og báðu um aðstoð við að skreyta vagnana fyrir jólin, með því að börnin teiknuðu jólamyndir. Alls bárust myndir frá 58 leikskólum, þar af frá þremur í Garðabæ þ.e. Bæjarbóli, Kirkjubóli og Sjálandi.

Unnið var úr myndunum þannig að leikskólarnir sem sendu inn „eignuðust“ einn strætisvagn hver, þ.e. myndir frá hverjum leikskóla skreyta hliðar og bakhluta á einum strætisvagni. Að auki er inni í vagninum veggspjald með myndum og upplýsingum um leikskólann sem skreytti vagninn. Jafnframt eru allar myndirnar sem bárust aðgengilegar á vefnum Strætó.is.

Myndir frá Kirkjubóli prýða vagn nr. 104, myndir frá Bæjarbóli vagn nr. 107 og myndir frá Sjálandi vagn nr. 185.

Mynd frá nemanda á Kirkjubóli sem prýðir strætisvagn nú fyrir jólin