14. des. 2010

Fræddust um nýjungar

Kennsluráðgjafar í tölvu- og upplýsingatækni í grunnskólum sóttu ráðstefnu fyrr í haust þar sem þeir kynntu sér ýmsar nýjungar á sviði upplýsingatækni
  • Séð yfir Garðabæ

Kennsluráðgjafar í tölvu- og upplýsingatækni í Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Garðaskóla  lögðu land undir fót fyrr á þessu skólaári. Ferðinni var heitið til eyjarinnar Möltu á námskeið í upplýsingatækni.  Styrkur til þátttöku fékkst frá Landsskrifstofu Menntaáætlunar ESB.

Námskeiðið bar titilinn ICT for collaborative, project-Based Teaching and Learning og var haldið af Smart Solutions fyrirtækinu á Möltu. Námskeiðið stóð yfir í sex daga og voru þátttakendur um 40 talsins frá 16 löndum víðs vegar að úr Evrópu.Kynntar voru ýmsar nýjungar í tengslum við upplýsingatækni og gafst þátttakendum tækifæri til að læra nýja hluti, deila reynslu sinni og vinna verkefni.

Kennsluráðgjafar hafa í haust miðlað reynslu sinni til samstarfsfólks á námskeiðum sem haldin hafa verið til skiptist í skólunum og verður því haldið áfram á vorönninni. Þörfin og áhuginn er greinilega til staðar því góð þátttaka hefur verið á námskeiðunum og er efnið farið að skila sér frá kennurum inn í viðfangsefni nemenda.