6. des. 2010

Niðurstöður íbúafundar á vefnum

Menning, listir, kaffihús, mannlíf og fjölbreyttar verslanir er á meðal þess sem íbúar Garðabæjar vilja sjá í miðbænum sínum, samkvæmt þeim tillögum sem komu fram á íbúafundi um miðbæinn sem haldinn var í október sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Menning, listir, kaffihús, mannlíf og fjölbreyttar verslanir er á meðal þess sem íbúar Garðabæjar vilja sjá í miðbænum sínum, samkvæmt þeim tillögum sem komu fram á íbúafundi um miðbæinn sem haldinn var í október sl. 

Um 100 manns sóttu fundinn sem haldinn var í gamla Hagkaupshúsinu. Á fundinum voru tvær spurningar lagðar fyrir fundarmenn um miðbæinn í nútíð og framtíð. Setið var við lítil borð og hver og einn skrifaði sínar tillögur eða hugmyndir á miða.

Búið er að fara yfir allar hugmyndirnar sem komu fram og eru þær nú aðgengilegar á vef Garðabæjar. Bæjarstjórn hefur jafnframt skipað verkefnahóp um uppbyggingu miðbæjar sem hefur fengið tillögurnar frá fundinum sem veganesti í sína vinnu.

 

Niðurstöður íbúafundar um miðbæ Garðabæjar.