19. nóv. 2010

Skýrsla um fuglalíf í Heiðmörk

Álftapar varp og kom upp fimm ungum við Vífilsstaðavatn sumarið 2010 og er það fyrsta skráða varp álftar við vatnið.
  • Séð yfir Garðabæ

Álftapar varp og kom upp fimm ungum við Vífilsstaðavatn sumarið 2010 og er það fyrsta skráða varp álftar við vatnið. Álftir eru einnig nýfarnar að verpa við Urriðakotsvatn. Flórgoðapar varp í fyrsta sinn svo vitað sé við Vífilsstaðavatn sumarið 2008.  Flórgoði varp aftur bæði 2009 og 2010, eitt par í hvort sinn.

Þessar skemmtilegu upplýsingar má finna í nýrri skýrslu um fuglalíf í Heiðmörk sem Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur tók saman í tengslum við deiliskipulagsvinnu í Heiðmörk. Í skýrslunni skiptir hann Heiðmörk í 11 hluta og þar af eru þrír innan bæjarmarka Garðabæjar. Niðurstöður hans sýna að fuglalíf er ríkulegast í og við votlendi, þ.e. ár, tjarnir, mýrar og vötn þar á meðal við Vífilsstaðavatn.

 

Skýrslan er á vef Garðabæjar.