12. nóv. 2010

Vel heppnuð tónlistarveisla

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin í göngugötunni á Garðatorgi fimmtudagskvöldið 11. nóvember. Hljómsveitin Hjálmar steig á svið þetta kvöld og flutti bæði gömul og ný lög við góðar undirtektir áhorfenda. Gestir og gangandi gátu einnig skoðað ,,trönusýningu"
  • Séð yfir Garðabæ

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin í göngugötunni á Garðatorgi fimmtudagskvöldið 11. nóvember. Tónlistarveislan er í boði menningar- og safnanefndar og hefur skipað sér fastan sess í menningarlífi bæjarins. Að venju fjölmenntu Garðbæingar og aðrir tónlistarunnendur á torgið til að njóta góðrar tónlistar.  

 

Hljómsveitin Hjálmar steig á svið þetta kvöld og flutti bæði gömul og ný lög við góðar undirtektir áhorfenda.  Gestir og gangandi gátu einnig skoðað ,,trönusýningu" á torginu sem listamenn úr félaginu Grósku settu upp á torginu. Einnig voru ýmis fyrirtæki og verslanir með opið hús og Lionsmenn sáu um veitingasölu. Góð stemmning var á torginu sem nú er orðið skreytt fyrir jólin.