11. nóv. 2010

Haldið upp á afmæli Garðaskóla

Nemendur Garðaskóla mættu prúðbúnir í skólann í dag enda er dagurinn í dag afmælisdagur skólans þeirra sem hóf störf 11. nóvember árið 1966.
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur Garðaskóla mættu prúðbúnir í skólann í dag enda er dagurinn í dag afmælisdagur skólans sem hóf störf 11. nóvember árið 1966.

Nemendur voru jafnframt skreyttir viðhafnarborðum með viðeigandi áletrunum og við komuna í skólann var þeim boðið góðgæti.  

Kennsla var samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar en næstu tvo tíma dvöldu nemendur með umsjónarkennurum sínum í heimastofum og þar héldu menn afmælisveislur með fjölbreyttu sniði – nokkrir bekkir buðu foreldrum að koma með og mörg ljúffeng kökusneiðin rann niður í maga – einnig vöfflur með rjóma og fleira.

Það var hópur nemenda í 10. bekk sem hafði veg og vanda af undirbúningi hátíðarinnar með dyggri aðstoð félagsmiðstöðvarinnar Garðalundar. 

Á vef Garðaskóla er sagt nánar frá deginum og þar eru fjölmargar myndir af prúðbúnum nemendum.