29. okt. 2010

Er þjónustan nógu góð?

Þjónustukönnun var send til allra skráða notenda Míns Garðabæjar, sem hafa lögheimili í Garðabæ, fyrr í vikunni. Í könnuninni er spurt um viðhorf og reynslu fólks af þjónustunni í þjónustuverinu í Ráðhúsi Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Þjónustukönnun var send til allra skráða notenda Míns Garðabæjar, sem hafa lögheimili í Garðabæ, fyrr í vikunni. Í könnuninni er spurt um viðhorf og reynslu fólks af þjónustunni í þjónustuverinu í Ráðhúsi Garðabæjar.  

Þjónustuverið var tekið í notkun árið 2008. Markmiðið með því var að færa þjónustuna nær bæjarbúum.

Stefna Garðabæjar er að vera með frammúrskarandi þjónustu við íbúa og leita ávallt leiða til að bæta þjónustu. Það er því afar dýrmætt að fá góða svörun við könnuninni. Það tekur um 2 mínútur að svara henni og svörin eru með öllu órekjanleg til einstaklinga.

Hægt er að svara með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Tengill á þjónustukönnunina

Bestu þakkir fyrir þátttökuna. Svörin verða nýtt til að bæta þjónustuna enn frekar.