28. okt. 2010

Stjarnan 50 ára

Laugardaginn 30.október kl.13:00 verður blásið til fjölskylduhátíðar í íþróttahúsinu Ásgarði í tilefni af 50 ára afmæli Stjörnunnar.
  • Séð yfir Garðabæ

Laugardaginn 30.október kl.13:00 verður blásið til fjölskylduhátíðar í íþróttahúsinu Ásgarði í tilefni af 50 ára afmæli Stjörnunnar.

Boðið verður upp á skemmtiatriði og veitingar en einnig mun Andrés skólahreystimeistari stýra hreystikeppni á milli deilda Stjörnunnar en leikmenn meistaraflokka og þjálfarar félagsins munu etja kappi um titilinn Hraustasta deildin!

Deildir verða með sölubása í anddyri Ásgarðs.

Garðabær býður öllum frítt í sund frá hádegi í tilefni dagsins.