28. okt. 2010

Púkinn lúmski í okkar samfélagi

Í grein sem Gunnar Einarsson bæjarstjóri skrifaði í tilefni kvennafrídagsins talaði hann um púka sem býr inni í sér og okkur flestum og kemur í veg fyrir að við náum fullu jafnrétti.
  • Séð yfir Garðabæ

Í grein sem Gunnar Einarsson bæjarstjóri skrifaði í tilefni kvennafrídagsins talaði hann um púka sem býr inni í sér og okkur flestum og kemur í veg fyrir að við náum fullu jafnrétti. Til að uppræta púkann segir Gunnar að við mikilvægt sé að afla sér fræðslu og koma fræðslunni áfram til barnanna okkar. Þar er hlutverk leik- og grunnskóla landsins gríðarlega mikilvægt.

Gunnar ræðir um það hvernig hann fékk nýja sýn á jafnréttismál eftir að hann tók við jafnréttismálunum hjá Garðabæ. Hann hafi farið að hugsa málin dýpra og komist að þeirri niðurstöðu að ólík kynhlutverk séu svo djúpstæð í menningu okkar og sögu að jafnvel upplýstustu karlar og konur líka, eru "stundum óttalegar karlrembur inni við beinið" og það yfirleitt án þess að átta sig á því. Þetta komi t.d. fram í ómeðvituðum kröfum sem við gerum til fólks á grundvelli kyns, í því hvernig við ölum upp börnin okkar, í því hvernig við tölum og í ýmsum misflóknum ákvörðunum sem við tökum.

Grein Gunnars er aðgengileg á vef Garðabæjar.

Ef þú vilt tjá þig um efni hennar geturðu gert það á facebook síðu Garðabæjar.