22. okt. 2010

Draumasveitarfélagið Garðabær

Garðabær fær hæstu einkunn í samanburði Vísbendingar á fjárhagslegum styrk 38 stærstu sveitarfélaga landsins árið 2009
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær fær hæstu einkunn í samanburði Vísbendingar á fjárhagslegum styrk 38 stærstu sveitarfélaga landsins árið 2009. Garðabær hækkar sig úr þriðja sæti frá árinu 2008.

 

Í umfjöllun sinni um sveitarfélög útnefnir Vísbending á ári hverju draumasveitarfélagið sem er það sveitarfélag sem er best statt fjárhagslega samkvæmt þeim mælikvörðum sem tímaritið gefur sér. Í ár er Garðabær draumasveitarfélagið með einkunnina 8,1. Næst kemur Seltjarnarnes með einkunnina 7,5 og þar á eftir Dalvíkurbyggð sem fær 6,4 í einkunn.

Lágt skatthlutfall og góð afkoma

Í blaðinu segir að þegar horft sé til einkunnagjafarinnar undanfarin þrjú ár séu tvö sveitarfélög sem skera sig úr, það eru Garðabær og Seltjarnarnes. Ritið spyr hvað gerið þessi bæjarfélög góð og svarar þvi til að þar sé útsvarsprósenta lægri en annars staðar, afkoma góð og skuldir sem hlutfall af tekjum nálægt 100% í báðum sveitarfélögunum.

Sjá nánar á vef útgáfufélagsins Heims hf. sem gefur m.a. út Vísbendingu.