20. okt. 2010

Kennarar læra um jafnrétti

Starfsmenn leik- og grunnskóla í Garðabæ nýttu starfsdaginn á mánudaginn til að fræðast um jafnréttismál
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsmenn leik- og grunnskóla í Garðabæ nýttu starfsdaginn sl. mánudag til að fræðast um jafnréttismál á námskeiði sem haldið var í Ásgarði. Þar var m.a. rætt um tilgang jafnréttisfræðslu, um staðalímyndir kynjanna og um jafnréttisverkefni í skólum.


Lögum samkvæmt ber skólum að fræða nemendur á öllum skólastigum um jafnrétti kynjanna. Forsenda þess að það gangi eftir er að kennarar og starsfmenn hafi nauðsynlega þekkingu á sviði jafnréttis- og kynjafræða sem þeir geta miðla áfram. Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum sem var samstarfsverkefni nokkurra aðila leiddi í ljós að þörf er á að auka við þessa þekkingu kennara.

Námskeiðið sem starfsmönnum skólanna var boðið á sl. mánudag var leið til a bregðast við þessari þörf. Að námskeiðinu stóðu Jafnréttisstofa og Garðabær.


 

Frá námskeiði fyrir starfsmenn í leik- og grunnskólum um jafnréttismál í okt. 2010