15. okt. 2010

Samfélagsmiðstöð í Sjálandi

Húsnæði Sjálandsskóla iðar af lífi frá morgni til kvölds sjö daga vikunnar. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi fyrir alla aldurshópa og má segja að húsið sé nú farið að uppfylla hlutverk sitt sem sannkölluð samfélagsmiðstöð.
  • Séð yfir Garðabæ

Húsnæði Sjálandsskóla iðar af lífi frá morgni til kvölds sjö daga vikunnar. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi fyrir alla aldurshópa og má segja að húsið sé farið að uppfylla hlutverk sitt sem sannkölluð samfélagsmiðstöð. Sú var einmitt ætlunin þegar skólanum var valinn staður og við hönnun skólans.

Skólar, símenntun og dans

Annar áfangi Sjálandsskóla var tekinn í notkun fyrir einu ári og eftir það hefur starfsemin í húsinu smám saman orðið fjölbreyttari og umfangsmeiri. Í húsnæðinu eru í dag með starfsemi: Sjálandsskóli, Alþjóðaskólinn, Tómstundaheimilið Sælukot, Leikskólinn Sjáland (5 ára deildin) og Tónlistarskóli Garðabæjar.

Félagsmiðstöðin Garðalundur er með opið hús í Sjálandsskóla einu sinni í viku fyrir unglingana í bænum. Setja á upp leikrit á vegum Garðalundar í skólahúsnæðinu nú á haustdögum. Símenntunarmiðstöðin Klifið nýtir skólann fyrir sína starfsemi, leik- og sönglistarskólinn Draumar er með söngnámskeið í tónmenntamiðstöðinni, Barnaskóli Hjallastefnunnar nýtir sundlaug skólans og dansskólinn Dance Center er með danskennslu í danssalnum.

Fjölbreytt íþróttastarf

Ungmennafélagið Stjarnan nýtir húsið til íþróttaiðkunar sem og íbúar Jónshúss og Júdófélagið. Þá hefur Kajakfjelagið sótt um að nýta aðstöðu í skólanum. Það má því með sanni segja að Sjálandsskóli sé samfélagsmiðstöð sem iðar af lífi alla daga vikunnar.