11. okt. 2010

Líflegar umræður um miðbæinn

Líflegar umræður sköpuðust á íbúafundi um miðbæ Garðabæjar sem haldinn var sl. laugardag. Fjölmargar hugmyndir komu fram sem unnið verður úr á næstunni.
  • Séð yfir Garðabæ

Líflegar umræður sköpuðust á íbúafundi um miðbæ Garðabæjar sem haldinn var sl. laugardag. Fjölmargar hugmyndir komu fram sem unnið verður úr á næstunni.

Fundurinn var haldinn í "gamla Hagkaupshúsinu" Garðtorgi 1 og tóku um 100 manns þátt í honum. Unnið var við lítil borð þar sem fundarmenn tókust á við spurningar um miðbæinn í nútíð og framtíð. Öllum tillögunum sem fram komu var safnað saman í lok fundarins og verður unnið úr þeim á næstunni. Fundarmenn við hvert borð forgangsröðuðu tillögunum frá sínu borði sem mun auðvelda úrvinnsluna og sýna hvað menn leggja mesta áherslu á.

Nokkrir fundarmenn komu með börnin sín með sér sem skemmtu sér vel við leiki undir stjórn skáta úr Skátafélaginu Vífli.

Allar tillögurnar sem fram komu á fundinum verða birtar á vef Garðabæjar þegar búið er að vinna úr þeim. Þátttakendum á fundinum er þakkað kærlega fyrir þeirra framlag til uppbyggingar á miðbæ Garðabæjar.

 

Fleiri myndir frá fundinum.

 

Frá íbúafundi um miðbæ Garðabæjar 9. okt. 2010

Séð yfir salinn í Hagkaupshúsinu á Garðatorgi.

Frá íbúafundi um miðbæ Garðabæjar 9. okt. 2010

Fundarstjórar voru Eiríkur K. Þorbjörnsson og Urður Njarðvík.