8. okt. 2010

Metþátttaka á landsmóti Samfés

Mikið fjör var í Garðabæ helgina 1.-3. október en þá var 20. landsmót Samfés haldið í Garðabæ í boði Garðalundar. Metþátttaka var að þessu sinni og voru um 400 unglingar og starfsmenn á mótinu.
  • Séð yfir Garðabæ

Mikið fjör var í Garðabæ helgina 1.-3. október en þá var 20. landsmót Samfés haldið í Garðabæ í boði Garðalundar. Metþátttaka var að þessu sinni og voru um 400 unglingar og starfsmenn á mótinu.

Setning mótsins var á föstudagskvöldinu og bauð forseti bæjarstjórnar Áslaug Hulda  Jónsdóttir gesti velkomna og ræddi skemmtilega sín ár sem unglingur og leiðbeinandi í Garðalundi. Hún minntist einnig þátttöku sinnar á landsmótum sem hún sagði hafa verið skemmtilega reynslu sem hún gleymir seint.  Vegna umfangs mótsins var gist  í öllum stofum í Garðaskóla nokkur rými í  Flataskóla einnig nýtt.

Á laugardeginum var hópnum skipt upp í 25 verkefnasmiðjur sem fengu aðstöðu í  Garðaskóla og Sjálandsskóla.  Tekið var til við að baka, elda, prjóna og graffa. Einnig var boðið upp á sælgætisgerð, kajaksiglingar í  sundlaug, íþróttasmiðju, fjölmiðlasmiðju, stuttmyndagerð, dans og ljósmyndun svo eitthvað sé nefnt.

Afrakstur smiðjanna var svo m.a. sýndur á hátíðarkvöldverði á laugardeginum og á dansleik þar á eftir í Sjálandsskóla. Dj Benni og Gísli Galdur héldu uppi góðri stemningu. 

Daginn eftir var landsþing ungs fólks sem var í umsjón ungmennaráðs Samfés. Mótslit voru á sunnudeginum kl.13.  

 

Sjá má umfjöllun á eftirfarandi slóðum um verkefnið:

Á vef Sjónvarpsins

Á vef Pressunnar

Á facebook síðu fjölmiðlanefndar Garðalundar