29. sep. 2010

Flataskóli fær viðurkenningar

Flataskóli fékk nýlega viðurkenningar fyrir þrjú eTwinning verkefni sem skólinn tók þátt í á síðasta skólaári. Þetta eru svokallaðar National Quality viðurkenningar.
  • Séð yfir Garðabæ

Flataskóli fékk nýlega viðurkenningar fyrir þrjú eTwinning verkefni sem skólinn tók þátt í á síðasta skólaári. Þetta eru svokallaðar National Quality viðurkenningar.

Verkefni í eTwinning eru hluti af áætlun um rafrænt skólasamstarf í Evrópu. Verkefni Flataskóla sem fengu viðurkenningar nú eru:

  • Schoolovision 2010
  • Lesum, skrifum og tölum saman ("Let's read, write and talk together" ) og
  • ljósmyndaverkefnið Myndskot frá Evrópu  ("A Snapshot of Europe").

National Quality viðurkenningu fá kennarar sem unnið hafa samstarfsverkefni sem eru vel uppbyggð og vel skipulögð verkefni á vegum eTwinning. Slíka viðurkenningu fékk nú Kolbrún Svala Hjaltadóttir kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni í Flataskóla. 

Viðurkenningin staðfestir að verkefni hefur náð ákveðnum evrópskum staðli, að kennarar og skólinn starfa samkvæmt ákveðnum eTwinning staðli og hún örvar jafnframt nemendur til að vinna áfram á sömu braut.

 

Viðurkenningarskjal fyrir þátttöku Flataskóla í etwinning verkefni