6. sep. 2010

Sögusýning á Vífilsstöðum

Laugardaginn 4. september sl. var haldið upp á 100 afmæli Vífilsstaða með sögusýningu og málþingu á Vífilsstöðum. Afmælishátíðin var vel sótt og í boði var áhugaverð dagskrá bæði innandyra sem og utandyra. Gestir gátu skoðað sögusýninguna
  • Séð yfir Garðabæ

Laugardaginn 4. september sl. var haldið upp á 100 afmæli Vífilsstaða með sögusýningu og málþingu á Vífilsstöðum. Afmælishátíðin var vel sótt og í boði var áhugaverð dagskrá bæði innandyra sem og utandyra.  Gestir gátu skoðað sögusýninguna, farið í göngutúra utandyra, siglingar á Vífilsstaðavatni,  börnin gátu skemmt sér í leiktækjum og einnig var boðið uppá grillaðar pylsur í tilefni dagsins.  Í fundarsal var haldið málþing þar sem sagt var frá sögu berkla á Íslandi og fyrrverandi sjúklingar greindu frá mannlífinu á Vífilsstöðum.

Sögusýning opin til og með 8. september

Sögusýningin verður opin fram til og með miðvikudagsins 8. september frá kl. 10-15. Skólahópar eru sérstaklega velkomnir á sýninguna. Sýndar eru gamlar ljósmyndir sem hafa verið settar upp víðs vegar um húsið og einnig er hægt að skoða gömul lækningatæki og hvernig sjúkrastofur litu út á fyrri hluta aldarinnar.


Aðalbyggingin á Vífilsstöðum var tekin í notkun árið 1910 og var þá eitt stærsta hús landsins. Spítalann teiknaði Rögnvaldur Ólafsson sem hefur verið kallaður fyrsti arkitekt landsins en hann var einnig byggingarmeistari þess.

Sjá einnig frétt á heimasíðu Garðabæjar frá 3. september sl.