3. sep. 2010

Yngsti bæjarfulltrúinn

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fundar fimmtudaginn 2. september sl. Kristín Jónsdóttir varabæjarfulltrúi sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund og er hún yngsti bæjarfulltrúi sem hefur setið fund í bæjarstjórn Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fundar fimmtudaginn 2. september sl.  Kristín Jónsdóttir varabæjarfulltrúi sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund og er hún yngsti bæjarfulltrúi sem hefur setið fund í bæjarstjórn Garðabæjar.  Kristín varð 21 árs gömul 22. ágúst sl.

 

Bæjarstjórn Garðabæjar kemur saman til fundar fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar.  Fundirnir eru haldnir í ráðhúsi Garðabæjar að Garðatorgi 7 og eru öllum opnir.  Hér á heimasíðunni má sjá nánari upplýsingar um bæjarstjórn Garðabæjar.  

 


Á myndinni frá vinstri:  Páll Hilmarsson, Kristín Jónsdóttir.