31. ágú. 2010

Garðaskóli fær góðan stuðning

Garðaskóla hefur borist góður stuðningur úr ýmsum áttum fyrir komandi skólaár. Í ágúst tölublaði fréttabréfs skólans sem aðgengilegt er á vef hans segir Ragnar Gíslason skólastjóri m.a. frá því að skólinn hafi fengið fjárveitingu til að halda "Gagn og gaman daga" í lok október
  • Séð yfir Garðabæ

Garðaskóla hefur borist góður stuðningur úr ýmsum áttum fyrir komandi skólaár. Í ágúst tölublaði fréttabréfs skólans sem aðgengilegt er á vef hans segir Ragnar Gíslason skólastjóri m.a. frá því að skólinn hafi fengið fjárveitingu til að halda "Gagn og gaman daga" í lok október en þeir féllu niður í fyrra vegna hagræðingar. Forvarnanefnd bæjarins hafi einnig styrkt skólann myndarlega við forvarnaverkefnin Marita og Blátt áfram.

 

Ragnar greinir frá því að skólinn hafi nýlega fengið, frá félags- og tryggingmálaráðuneytinu, hæsta styrk sem honum hefur hlotist, kr. 2.420.000 til að starfrækja deild fyrir nemendur með ADHD í vetur.

Þá nefnir hann að tvö félagasamtök, þ.e. Soroptimistaklúbbur Hafnarfjarðar og Garðabæjar og Kvenfélag Garðabæjar styrktu skólann til kaupa á náttúrufræðiforritinu "Sunflower" sem mun nýtast öllum nemendum skólans Skólinn hlaut einnig styrk frá Vonarsjóði Kennarasambands Íslands til að halda úti verkefni um heimspeki og samræðulist og Viðskiptaráð Íslands veitti skólanum á sl. vetri stuðning til að veita fjórum nemendum í alþjóðadeild skólans þjónustu.

Að lokum kemur fram að skólinn fékk enn á ný styrk til tveggja ára til að halda úti alþjóðlegu samvinnuverkefni Evrópuþjóða kennt við Comenius en ein afurð þess samstarfs er í formi matreiðslubókar með uppskriftum frá löndunum sjö sem taka þátt í verkefninu, sem kom út í haust.

Fréttabréf Garðaskóla ágúst 2010.

 

Matreiðslubók - einn afrakstur Comenius, alþjóðlegs samstarfs Garðaskóla og sex annarra skóla

Matreiðslubók - einn afrakstur Comenius, alþjóðlegs samstarfs Garðaskóla og sex annarra skóla