6. ágú. 2010

Aukin útlán Bókasafnsins

Útlán á bókum og öðrum gögnum hafa aukist frá fyrra ári
  • Séð yfir Garðabæ

Útlán á bókum og öðrum gögnum í Bókasafni Garðabæjar hafa aukist um 8,5% það sem af er árinu miðað við tölur fyrir sama tímabil 2009. Bókasafnið er vinsælt allt árið enda hefur útgáfa bóka og sérstaklega á kiljum aukist mjög utan hins hefðbundna tíma fyrir jólin, sem er eflaust ein af skýringum þess að útlánum fjölgar.

Bókasafn Garðabæjar er á Garðatorgi 7. Safnið er opið alla virka daga kl. 9-19. Þar er tilvalið að koma við á leið í sumarbústaðinn eða annað frí og ná sér í skemmtilegt og uppbyggilegt lesefni.

Vefur bókasafnsins er á slóðinni: http://bokasafn.gardabaer.is/