28. júl. 2010

Stjarnan vekur athygli

Leikrænn fögnuður Stjörnumanna eftir mark gegn Fylki sl. sunnudag hefur vakið athygli víða um heim.
  • Séð yfir Garðabæ

Stjörnumenn hafa vakið athygli í sumar fyrir að fagna mörkum sínum á skemmtilegan og frumlegan hátt. Fögnuður þeirra eftir sigurmarkið gegn Fylki sl. sunnudag hefur án vafa vakið hvað mesta athygli en í morgun höfðu rúmlega 1,3 milljónir manna skoðað myndband af leikrænum tilburðum Stjörnumanna á vefnum YouTube. 

 

Sigurmarkið skoraði Halldór Orri Björnsson úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins. Til að fagna því "veiddi" hann félaga sinn Jóhann Laxdal, sem stóð undir nafni og lék lax sem er dreginn að landi með miklum tilþrifum.

Umfjöllun á vef Stjörnunnar

 

Sjá frétt á Vísir.is en þar eru einnig tenglar inn á umfjöllun ensku blaðanna The Sun og The Mirror um fögnuðinn.


Myndbandið á YouTube.