13. júl. 2010

Rætt um sameiningu

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Garðabæjar og Álftaness
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Garðabæjar og Álftaness. Bæjarstjórn skipaði jafnframt þrjá fulltrúa í samstarfsnefnd um viðræðurnar en þeir eru, Erling Ásgeirsson, Stefán Snær Konráðsson og María Grétarsdóttir.

Samstarfsnefndin mun starfa í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sem leggur henni aðstoð í té. Síðasta orðið um sameiningu hafa þó alltaf íbúarnir sjálfir þar sem hún verður borin undir þeirra atkvæði, verði niðurstaðan sú að hún komi til greina.

 

Sjá fundargerð bæjarstjórnar frá 8. júlí 2010.