Útvarp Garðabær hefur göngu sína á ný
Útvarp Garðabær 103.7 fer í loftið í kvöld klukkan 18:00
Í vikunni mun Garðabær halda uppteknum hætti frá því síðasta sumar og starfrækja útvarpsstöð í viku. Fjölmörg ungmenni úr Garðabæ koma að verkefninu með fjölbreytta útvarpsþætti.
Útsending hefst kl 18:00 í kvöld og lýkur sunnudaginn 27. júní.
Hægt verður að hlusta á útvarpstíðninni FM 103. Einnig verður hægt að hlusta á í gegnum netið á slóðinni www.radio.is/stream2.
Umsjónarmaður útvarps Garðabæjar er Sigurbjörn Ingimundarson .