Fjölbreytt dagskrá í boði 17. júní
Fjölbreytt dagskrá verður í boði frá morgni til kvölds þann 17. júní í Garðabæ. Skátafélagið Vífill hefur umsjón með hátíðarhöldunum skv. samningi við íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar.
Dagskrá að morgni
Dagskráin hefst kl. 10 að morgni til. M.a. verður boðið upp á kanó- og kajaksiglingar á Vífilsstaðavatni, ókeypis dótasund í íþróttahúsinu Mýrinni, golfkennslu við æfingasvæði GKG.
Dagskrá eftir hádegi
Hátíðarstund í Vídalínskirkju hefst kl. 13.15 og skrúðgangan leggur af stað frá kirkjunni kl. 14. Dagskráin á hátíðarsviðinu við Garðaskóla hefst kl. 14.25 og stendur í um tvo tíma. Á hátíðarsvæðinu er einnig hægt að fara í margvísleg leiktæki. Hið sívinsæla kaffihlaðborg Kvenfélags Garðabæjar verður haldið í Flataskóla.
Nánari upplýsingar og tímasetningar um dagskrána í Garðabæ 17. júní má sjá hér.
Hátíðartónleikar um kvöldið
Um kvöldið er svo boðið upp á hátíðartónleika í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Hljómsveitin Salon Islandu stígur á svið ásamt Auði Gunnarsdóttur sópran og flytur vínartónlist og fleiri hugljúf lög. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og aðgangur er ókeypis í boði Garðabæjar.