11. jún. 2010

Forsetafrú Eistlands heimsótti Hönnunarsafnið

Frú Evelin Ilves forsetafrú Eistlands heimsótti í dag Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi ásamt frú Dorrit Moussaieff forsetafrú. Þær skoðuðu ásamt fylgdarliði hin nýju húsakynni safnsins í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns
  • Séð yfir Garðabæ

Frú Evelin Ilves forsetafrú Eistlands heimsótti í dag Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi ásamt frú Dorrit Moussaieff forsetafrú. Þær skoðuðu ásamt fylgdarliði hin nýju húsakynni safnsins í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns og gengið var um sýninguna„Úr hafi til hönnunar“ undir leiðsögn Hörpu.

 

Roðlamparnir Uggi light eftir þær Fanneyju Antonsdóttur og Dögg Guðmundsdóttur sem framleiddir eru í Hrísey, vöktu athygli gestanna sem og þvottekta laxaleðrið í buxum frá Farmers Market. Fatnaðurinn á sýningunni vakti almenna hrifningu enda um að ræða dýrindis fatnað frá hönnuðum eins og John Galliano, Steinunni Sigurðardóttur, Eggerti feldskera og Helgu Björnsson. Forsetafrúrnar gáfu sér góðan tíma til að virða fyrir sér alla þá fjölbreyttu muni sem eru til sýnis og fræðast um hönnuðina og sjálfa gripina sem eiga það sameiginlegt að vera framleiddir úr íslensku fiskleðri sem verkað er hér á landi hjá Sjávarleðri á Sauðárkróki.