8. jún. 2010

Heiðursborgari jarðsettur

Sr. Bragi Friðriksson, heiðursborgari Garðabæjar, verður jarðsettur frá Vídalínskirkju kl. 13 í dag. Útför sr. Braga verður gerð á vegum Garðabæjar og er af því tilefni flaggað í hálfa stöng við stofnanir bæjairns í dag.
  • Séð yfir Garðabæ

Sr. Bragi Friðriksson, heiðursborgari Garðabæjar verður jarðsettur frá Vídalínskirkju kl. 13 í dag. Sr. Bragi var útnefndur heiðursborgari bæjarins á hátíðarfundi bæjarstjórnar 4. janúar 2001 en með því vildi bæjarstjórn láta í ljós þakklæti fyrir hið mikla og góða starf sem sr. Bragi vann á starfsferli sínum í þágu Garðabæjar og íbúa hans.

 

Útför sr. Braga verður gerð á vegum Garðabæjar og er af því tilefni flaggað í hálfa stöng við stofnanir bæjairns í dag.

 

Sr. Bragi Friðriksson tók við starfi sóknarprests í Garðaprestakalli árið 1966. Hann stýrði starfi safnaðarins á tímum mikillar uppbyggingar en var einnig frumkvöðull á mörgum öðrum sviðum bæjarlífsins. Hann átti m.a. gildan þátt í stofnun ýmissa félaga sem enn lifa góðu lífi í bænum, þ.á.m. Stjörnunnar og Skátafélagsins Vífils.

 

Eftirlifandi eiginkona sr. Braga er Katrín Eyjólfsdóttir.

 

Bæjarstjórn Garðabæjar þakkar sr. Braga Friðrikssyni fyrir störf sín í Garðabæ og vottar aðstandendum hans samúð sína.