4. jún. 2010

Sumarstarfið undirbúið

Verðandi flokks- og verkstjórar í garðyrkju, skógræktarátaki og vinnuskólanum sóttu námskeið dagana 31. maí og 1. júní til að búa sig undir starf sumarsins.
  • Séð yfir Garðabæ

Verðandi flokks- og verkstjórar í garðyrkju, skógræktarátaki og vinnuskólanum sóttu námskeið dagana 31. maí og 1. júní til að búa sig undir starf sumarsins.

Fyrri daginn fékk hópurinn fræðslu um skyndihjálp og um vinnustaðinn Garðabæ og þjónustumál bæjarins. Seinni daginn var allur hópurinn saman og fékk fræðslu um verktengda þætti svo sem um líkamsbeitingu við vinnu og öryggismál.

Um það bil 40 manns voru á námskeiðinu sem er liður í undirbúningi fyrir störf sumarsins. Flokks- og verkstjórarnir munu samtals stýra vinnu um 600 hundruð ungmenna í sumar, en bæjarstjórn tók þá ákvörðun að veita öllum sumarvinnu sem um hana sóttu.

Íbúar Garðabæjar geta sent inn ábendingar um verkefni fyrir sumarstarfsfólkið með því að fylla út þar til gert form á vef Garðabæjar.

Senda inn ábendingu