28. maí 2010

Skólastefna 2010-2013

Skólastefna Garðabæjar fyrir árið 2010-2013 var nýlega samþykkt af bæjarstjórn. Skólastefnan nær til leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Þetta er í þriðja sinn sem heildstæð skólastefna er unnin í bænum.
  • Séð yfir Garðabæ

Skólastefna Garðabæjar fyrir árið 2010-2013 var nýlega samþykkt af bæjarstjórn. Skólastefnan nær til leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Þetta er í þriðja sinn sem heildstæð skólastefna er unnin í bænum.


Leiðarljós stefnunnar, sem eiga við um öll skólastigin, eru:

 

Metnaður, virðing, sköpun og gleði. 

Leiðarljósin eiga við um öll skólastigin og allt starf í skólunum.

 

Einnig voru ákveðnir hornsteinar stefnunnar sem eru:

 

Nám og kennsla
Umhverfi og skipulag
Hollusta og hreyfing
Lýðræði og virðing
Tónlist og menning

 

Stýrihópurinn sem vann að endurskoðun fyrri stefnu lagði áherslu á að fá fram skoðanir og áherslur sem flestra sem lifa og starfa í skólasamfélaginu. Í því skyni leitaði hann eftir áliti og tillögum frá nemendum, foreldrum og starfsfólki skóla. Einnig var haldið opið skólaþing þar sem unnið var í hópum að áherslum fyrir hvert skólastig. Áður en stefnan var samþykkt gafst Garðbæingum einnig kostur á að senda inn ábendingar við drög hennar á vef Garðabæjar.


Skólastefnan er aðgengileg hér á vefnum.