26. maí 2010

Gaf leikskólunum vísindabúnað

Marel afhenti leikskólunum í Garðabæ gjöf í vikunni til eflingar kennslu á sviði raungreina og náttúruvísinda. Alir leikskólarnir níu sem eru starfræktir í Garðabæ fengu afhenta víðsjá og pakka með ýmsum öðrum kennslubúnað.
  • Séð yfir Garðabæ

Marel afhenti leikskólunum í Garðabæ gjöf í vikunni til eflingar kennslu á sviði raungreina og náttúruvísinda. Alir leikskólarnir níu sem eru starfræktir í Garðabæ fengu afhenta víðsjá og pakka með ýmsum öðrum kennslubúnað.

Sigsteinn P. Grétarsson, forstjóri Marel ehf. á Íslandi sagði við börnin þegar hann afhenti gjöfina að hann vonaði að þau hefðu gaman að búnaðinum og gætu notað hann til að æfa sig i vísindastörfum. „Vonandi vilja einhver ykkar svo koma og vinna hjá okkur í framtíðinni," sagði Sigsteinn m.a. 

Gunnar Einarsson bæjarstjóri, leikskólastjórar allra leikskólanna í Garðabæ og hópur leikskólabarna veittu gjöfinni viðtöku á leikskólanum Lundabóli. Hópur barna á Lundabóli söng fyrir viðstadda og Ævar vísindamaður úr Stundinni okkar kom á staðinn og framkvæmdi nokkrar skrautlegar tilraunir sem vöktu óskipta athygli barnanna.

Í undirbúningi er samstarfssamningur á milli Marel og Garðabæjar um eflingu nýsköpunar, vísinda og raungreina í leik- og grunnskólum Garðabæjar.

 

Frá afhendingu gjafar Marel til leikskólanna í Garðabæ

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Sigsteinn P. Grétarsson, forstjóri Marel við afhendingu gjafarinnar.

Frá afhendingu gjafar Marel til leikskólanna í Garðabæ

Börnin á Lundabóli stilla sér upp til að taka lagið fyrir viðstadda.

Vísindastyrkur frá Marel afhendur leikskólunum í Garðabæ

Ævar vísindamaður úr Stundinni okkar skemmti viðstöddum með skrautlegum tilraunum.