7. maí 2010

Vorsýning í Jónshúsi

Vorsýning félagsstarfs eldri borgara var opnuð í Jónshúsi 6. maí sl. Á sýningunni er sýndur afrakstur vetrarins í félagsstarfinu og eru sýningarmunir afar fjölbreyttir. Vorsýningin stendur yfir dagana 6-8. maí.
  • Séð yfir Garðabæ

Vorsýning félagsstarfs eldri borgara var opnuð í Jónshúsi 6. maí  sl. Á sýningunni er sýndur afrakstur vetrarins í félagsstarfinu og eru sýningarmunir afar fjölbreyttir. Vorsýningin stendur yfir dagana 6-8. maí.

 

Meðal þess sem er að sjá á sýningunni eru málverk, bútasaumur og önnur handavinna, bókband, glerlist, trésmíðamunir, útskurður og ullarþæfing.

 

Laugardaginn 8. maí  verður opið hús í Jónshúsi frá kl. 12-16 og þá verður m.a. sýndur línudans kl. 14 þann dag. Sýningin er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

 

Miðstöð félagsstarfsins er í Jónshúsi við Strikið 6 í Sjálandshverfinu í Garðabæ og eru allir áhugasamir velkomnir þangað, hvort sem er til að taka þátt í skipulögðu starfi eða njóta kaffiveitinga i góðum félagsskap.

 

Sjá nánari upplýsingar um félagsstarfið hér á heimasíðunni.