23. apr. 2010

Sumarsýning Grósku

Sumarsýning Grósku stendur nú yfir í opna rýminu í göngugötunni á Garðatorgi í Garðabæ. Sýningin var opnuð á Sumardaginn fyrsta og fjölmenni mætti á torgið
  • Séð yfir Garðabæ

Sumarsýning Grósku stendur nú yfir í opna rýminu í göngugötunni á Garðatorgi í Garðabæ. Sýningin var opnuð á Sumardaginn fyrsta og fjölmenni mætti á torgið við þetta tilefni.  Sýningin er fyrsta samsýning 42 Gróskufélaga í Garðabæ. Gróska eru nýstofnuð samtök myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist í Garðabæ og á Álftanesi. Heiti og þema sýningarinnar er BERNSKA. Sýningin er opin alla daga frá 10-18 til 2. maí nk.

 
Oddný Ómarsdóttir lék á þverflautu við opnunina.


Rebekka Jenný Reynisdóttir las upp frumsamið ljóð um bernskuna.


Margrét Björk Svavarsdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar
aðstoðaði fríðan flokk barna við að opna myndlistarsýninguna.


Fjölmenni mætti á Garðatorgið til að skoða myndlistarsýninguna.