29. mar. 2010

Samið um akstur strætisvagna

Stjórn Strætó bs ákvað á fundi sínum þann 17. mars sl. að ganga til samninga við Hagvagna og Kynnisferðir um akstur strætisvagna.
  • Séð yfir Garðabæ

Stjórn Strætó bs  ákvað á fundi sínum þann 17. mars sl. að ganga til samninga við Hagvagna og Kynnisferðir um akstur strætisvagna. Þessi tvö fyrirtæki reyndust vera lægstbjóðendur þegar verðtilboð í akstur strætisvagna voru opnuð 10. mars sl. Alls bárust tilboð frá sjö aðilum.

 

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að niðurstaða útboðsins sé ánægjuleg. „Strætó bs. lagði í útboð í skugga kreppunnar sem, eins og alþjóð veit, hefur valdið gríðarlegum hækkunum á öllum aðföngum okkar. Því er það ánægjuleg niðurstaða að við fáum hagstæð boð þrátt fyrir auknar kröfur um þjónustu og gæði,“ segir Reynir. 


 
Útboðið er til fjögurra ára og hefst akstur samkvæmt því í lok ágúst 2010. Alls er um að ræða akstur 35 strætisvagna og 119 þúsund aksturstíma á ári hverju. Andvirði samningsins er 987 milljónir kr. á ári eða tæpir fjórir milljarðar.