11. mar. 2010

Uppfært aðalskipulag

Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016 hefur verið uppfært með áorðnum breytingum. Uppfært skipulag er nú aðgengilegt á vef Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016 hefur verið uppfært með áorðnum breytingum. Uppfært skipulag er nú aðgengilegt hér á vefnum.

 

Skipulagið samanstendur af sveitarfélagsuppdrætti sem sýnir alla lögsögu Garðabæjar, þéttbýlisuppdrætti sem sýnir byggða hluta sveitarfélagsins og greinargerð þar sem skipulagstillagan og forsendur hennar eru settar fram í texta og myndefni.


Samkvæmt skipulags-og byggingarlögum skal endurskoða aðalskipulagsáætlanir á minnst 12 ára tímabili. Aðalskipulag Garðabæjar fyrir tímabilið 2004-2016 var staðfest af umhverfisráðherra þann 12. júlí 2006. Þá hafði verið unnið að endurskoðun aðalskipulagsins frá árinu 2002 en það var endalega samþykkt i bæjarstjórn Garðabæjar þann 16. mars 2006.


Aðalskipulagið 2004-2016 leysti eldra aðalskipulag af hólmi en það gilti fyrir tímabilið 1995-2015.

Síðan aðalskipulagið var staðfest árið 2006 hafa verið gerðar á því fimm breytingar og er sú sjötta langt komin. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor verður það hlutverk nýrrar bæjarstjórnar að taka afstöðu til þess hvort endurskoða skuli aðalskipulagið en ljóst er að sú niðurstaða þarf að liggja fyrir á næsta kjörtímabili sem lýkur árið 2014.


Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um aðalskipulagið geta leitað til Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa, netfang: arinbjorn@gardabaer.is .


 

Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016