11. mar. 2010

Glæsilegt Flatóvision 2010

Flatóvision var haldið í annað sinn í Flataskóla í vikunni en þetta verkefni tengist samskiptaverkefninu Schoolovision sem skólinn er fulltrúi í fyrir hönd Íslands.
  • Séð yfir Garðabæ

Flatóvision var haldið í annað sinn í Flataskóla í vikunni en þetta verkefni tengist samskiptaverkefninu Schoolovision sem skólinn er fulltrúi í fyrir hönd Íslands.

Í Flatóvision koma nemendur fram með atriði, söng og dans, sem þau velja sjálf og æfa. Fimm dómarar eru valdir eru sérstaklega á hverju ári bæði innahúss og utan. Að þessu sinni voru gestadómarar þau Vitor Hugo tónmenntakennari í Reykjanesbæ, Regína Ósk söngkona, Ásta Lára Magnúsdóttir og Pétur Geir Magnússon úr nemendaráði Garðaskóla. Að auki vour þær Hjördís Ástráðsdóttir tónmenntakennari og Halla Guðmundsdóttir kennari báðar frá Flataskóla.

Sjö hópar kepptu að þessu sinni og voru tveir hópar frá hverjum árgangi í 5. - 7. bekk og einn hópur úr 4. bekk. Sá hópur sem sigraði voru níu stúlkur úr 5. bekk sem sungu ABBA lagið "Dancing Queen". Annars var samdóma álit þeirra sem voru á hátíðinni að atriðin hefðu verið afar góð og góður og skemmtilegur bragur hefði einkennt bæði keppendur og áheyrendur.

Verkefnið Schoolovision hlaut nýlega verðlaun í flokki skapandi verkefna þegar Evrópuverðlaun eTwinning voru afhent eins og  sem sagt var frá hér á vefnum. eTwinning er áætlun um rafrænt skólasamstarf í Evrópu og heyrir undir Comeniusarhluta Menntaáætlunar Evrópusambandsins.


 

Myndir frá Flatóvision 2010 eru á vef Flataskóla.