5. mar. 2010

Tilnefndur til verðlauna

Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjónustustjóri Garðabæjar var tilnefndur til stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2010 sem afhent voru í gær. Verðlaunin voru afhent í þremur flokkum; mannauðsstjórnun, fjármálastjórnun og þjónustustjórnun
  • Séð yfir Garðabæ

Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjónustustjóri Garðabæjar var tilnefndur til stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2010 sem afhent voru í gær.

Verðlaunin voru afhent í þremur flokkum; mannauðsstjórnun, fjármálastjórnun og þjónustustjórnun. Alls voru 15 einstaklingar tilnefndir í flokknum þjónustustjórnun og hlaut Einar S. Einarsson, þjónustustjóri hjá ÁTVR verðlaunin þeim flokki.

 

Vilhjálmur Kári hefur stýrt starfsemi þjónustuvers Garðabæjar undanfarin ár m.a. í þeim breytingum sem urðu þegar þjónustuverið var fært niður á jarðhæð ráðhússins. Þá var hann frumkvöðull í mótun þjónustustefnu bæjarins og hefur leitt innleiðingu hennar hjá bænum.